143. löggjafarþing — 123. fundur,  18. júní 2014.

frestun verkfallsaðgerða Flugvirkjafélags Íslands gegn Icelandair.

616. mál
[16:49]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil fá að gera frekar stutta athugasemd. Það liggur ekki fyrir nein ákvörðun um breytingu á lögum sem varða ríkissáttasemjara eða vinnulöggjöfina almennt. Það sem ég nefndi hins vegar hér var svar við spurningu sem kom frá hv. þm. Katrínu Jakobsdóttur, að það hefðu komið ábendingar um þetta.

Ég fagna því mjög að þingmaðurinn skyldi tala um það. Ef til þess kæmi færi það að sjálfsögðu fram í miklu samráði og samstarfi við aðila vinnumarkaðarins og stjórnmálaflokka á þingi. Hér er um það viðamiklar breytingar að ræða að ef einhver hefði í hyggju að fara í þær þyrfti þetta samráð, þannig að það sé ítrekað.