143. löggjafarþing — 123. fundur,  18. júní 2014.

frestun verkfallsaðgerða Flugvirkjafélags Íslands gegn Icelandair.

616. mál
[17:08]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mig langar að spyrja hv. þm. Ögmund Jónasson einnar spurningar. Hann var fjarverandi hér þegar lög voru sett á flugvirkja árið 2010. Hann lýsti því yfir í upphafi ræðu sinnar að hann segði nei við þessum lögum. Ef hann hefði verið viðstaddur hefði hann gert slíkt hið sama 2010 og hann sagði í upphafi ræðu sinnar, hefði hann sagt nei?