143. löggjafarþing — 123. fundur,  18. júní 2014.

frestun verkfallsaðgerða Flugvirkjafélags Íslands gegn Icelandair.

616. mál
[17:36]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Að sjálfsögðu hefur forseti farið hér algjörlega að þingskapalögum. Hér er einfaldlega um að ræða að boðað var til þingfundar sem gert var ráð fyrir að stæði á þessum degi og að mati þingforseta var þess vegna ekkert tilefni til að kalla til sérstaks fundar þingflokksformanna. Það hefur hins vegar aldrei staðið á forseta að halda slíka fundi, sérstaklega ef eftir því er leitað, og hann hefur ekkert vikið sér undan því. Það var ekki neitt slíkt sem vakti fyrir forseta þegar hann tók þessa ákvörðun heldur eingöngu það að hér var um að ræða tiltölulega einfalda skipulagningu á þessum degi í ljósi þess að fyrir lá forsetabréf um að Alþingi kæmi saman til að ræða þetta tiltekna mál.