143. löggjafarþing — 123. fundur,  18. júní 2014.

frestun verkfallsaðgerða Flugvirkjafélags Íslands gegn Icelandair.

616. mál
[17:37]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég man ekki til þess að nokkurn tímann hafi verið boðað þing eins og nú er gert til að ræða eitt mál og ég er afskaplega ánægður með það. Ég er miklu ánægðari með það en ef sett yrðu bráðabirgðalög sem þingið afgreiddi svo einhvern tímann löngu seinna.

Ég vil þakka forseta fyrir það. Ef það hafa verið einhverjir hnökrar á því, hvort samstarf við þingflokksformenn hafi verið nógu formlegt, er bara um að gera að kippa því í liðinn. (SSv: Bara lögin …)