143. löggjafarþing — 123. fundur,  18. júní 2014.

frestun verkfallsaðgerða Flugvirkjafélags Íslands gegn Icelandair.

616. mál
[17:39]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Mér er ekki kunnugt um að sérstaklega hafi verið kallað eftir því að fleiri mál yrðu hér á dagskrá. (HöskÞ: Var ekki verið að biðja um utandagskrárumræðu?) (KaJúl: Þú ert búinn að fá …) (HöskÞ: Hver stendur fyrir því?) Það var hins vegar rætt í okkar hóp að okkur þætti eðlilegt að fara fram á það að hér yrðu óundirbúnar fyrirspurnir. Það tekur hálftíma eins og hv. þingmaður veit. Mér hefði ekki fundist neitt óeðlilegt að tími gæfist til þess að spyrja ráðherra út úr í hálftíma fyrst við erum hérna saman komin á þinginu.

Það er ábyggilega misskilningur af minni hálfu en ég ætla samt að segja að mér finnst glitta í þessari umræðu í að menn sakni þess að ekki séu bara sett bráðabirgðalög. (Gripið fram í: Nei.) Það er svo ágætt að setja bráðabirgðalög, það þarf ekkert að spyrja einn eða neinn um það.

Þetta er stórmál (Forseti hringir.) og ég er mjög þakklát fyrir að forseti kallaði saman þing en ég hefði viljað að hér hefði verið (Forseti hringir.) dagskrárliðurinn óundirbúnar fyrirspurnir.