144. löggjafarþing — 3. fundur,  11. sept. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[15:24]
Horfa

Karl Garðarsson (F) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina. Þetta mál fer reyndar ekki, varðandi þann hluta sem við ræðum hér, til fjárlaganefndar heldur til efnahags- og viðskiptanefndar, það er ágætt að hv. þingmaður átti sig á því.

Ég hef talað mjög skýrt í þessu máli og ég þarf ekkert að endurtaka það sem ég hef sagt hér. Það liggur fyrir hver afstaða mín er í þessu máli. Fleiri aðilar utan úr bæ hafa tekið undir það sem ég hef verið að segja, meðal annars greiningardeild Arion banka nú síðast í morgun að ég held. Þar kemur fram að menn telja að hækkanir á virðisaukaskatti skili sér mjög fljótt út í verðlagið en lækkanir síður. Það er það sem ég hef verið að halda fram.

Ég þarf ekkert að endurtaka það sem ég hef sagt. Þetta mál fer í þinglega meðferð, það fer til efnahags- og viðskiptanefndar og við skulum sjá hvaða breytingar verða á því.