144. löggjafarþing — 3. fundur,  11. sept. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[15:33]
Horfa

Karl Garðarsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni fyrir þessa spurningu.

Ég get bara endurtekið það sem ég sagði áðan þegar ég fékk nánast sömu spurningu. Það liggur fyrir að þetta mál um virðisaukaskatt á matvæli fer í þinglega meðferð. Það mun mjög líklega taka einhverjum breytingum í þeirri meðferð. Það fer til efnahags- og viðskiptanefndar, kemur til umræðu hér í þinginu. Við skulum sjá hvað gerist með þetta mál á þeirri leið. Ég get ekki svarað þessari spurningu einn, tveir og þrír núna vegna þess að ég hef ekki svarið, ég veit ekki hvernig málið mun líta út að lokum. Þannig að hv. þingmaður fær ekki betra svar en þetta.