144. löggjafarþing — 4. fundur,  12. sept. 2014.

fyrirkomulag fjárlagaumræðu.

[10:31]
Horfa

Forseti (Kristján L. Möller):

Í dag verður fram haldið 1. umr. um fjárlög fyrir árið 2015 með því að fagráðherrar taka þátt í umræðunni. Í lok umræðunnar mun fjármála- og efnahagsráðherra taka til máls. Rösklega ein klukkustund er áætluð fyrir hvern ráðherra og umræður um málaflokk hans. Röð ráðherranna verður: iðnaðar- og viðskiptaráðherra, forsætis- og dómsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra, innanríkisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, starfandi utanríkisráðherra, þ.e. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra, og mennta- og menningarmálaráðherra. Mun fjármála- og efnahagsráðherra svo ljúka umræðunni síðar í dag og málið gengur til fjárlaganefndar að því loknu.

Hefst nú umræðan. Ráðherrar hafa sex mínútur í fyrsta sinn og síðan tvær mínútur hverju sinni. Þingmenn hafa þrjár mínútur í fyrra sinn og tvær mínútur í seinna sinn. Andsvör eru ekki leyfð.