144. löggjafarþing — 4. fundur,  12. sept. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[11:36]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Þetta eru áhugaverðar fréttir. Þá spyr ég: Hvers vegna í ósköpunum var skorið svona mikið niður í þessum lið í síðustu fjárlögum og ekki hlustað á gagnrýni minni hlutans sem benti á að það þyrfti meiri peninga í málaflokkinn? Er það merki um aga í fjármálum að vera búinn að eyða pening og gera svo ráð fyrir því að Alþingi samþykki þetta á fjárauka?