144. löggjafarþing — 4. fundur,  12. sept. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[12:37]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. dómsmálaráðherra skýr svör við þessari spurningu en eftir lifir spurningin sem mér sýnist á hæstv. forsætisráðherra að muni liggja hér í loftinu og verður áréttuð og verður okkur þá til áminningar um stöðu ríkisstjórnarinnar ef engin svör berast.

Spurningin er þessi: Getur forsætisráðherra Íslands ekki stutt fjárlög sinnar eigin ríkisstjórnar?