144. löggjafarþing — 4. fundur,  12. sept. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[13:30]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Á seinasta þingi var samþykkt þingsályktunartillaga um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu, til verndar neytendum efnanna, aðstandendum þeirra og samfélaginu í heild.

Það verkefni hefur ekki verið kostnaðarmetið enda er vinnan enn þá í gangi og er sá sem hér stendur í þeim stýrihópi. Ég velti fyrir mér hvort ráðherrann telji hægt að fjármagna þetta með hliðsjón af ástandinu eins og það er og velti almennt fyrir mér hugmyndum ráðherra um fjármögnun verkefnisins.