144. löggjafarþing — 4. fundur,  12. sept. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[13:48]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið, í rauninni bara hreinskilið svar. Ráðherra telur sem sagt að þetta þjónustuform gangi ekki í dag. Það er hans skoðun og hann færir svo sem einhver rök fyrir henni þó að ég sé ekki endilega alveg sammála en hann segir það bara hreint út.

Þá er kannski spurning um að fá í seinna svari að heyra hvort aukið fjármagn fari í heilsugæsluna á Akureyri við þessa sameiningu heilsugæslunnar í Heilbrigðisstofnun Norðurlands.