144. löggjafarþing — 4. fundur,  12. sept. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[13:59]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Það er afar mikilvægt að við fáum svör og fréttir af því hjá hæstv. forseta hvort hæstv. ráðherra húsverndar, þjóðmenningar, minjaverndar og græns hagkerfis sé væntanlegur hingað til svara. Ég vil segja það þannig að það sé sagt í ræðustól Alþingis að það var minn skilningur að þegar nafn hæstv. forsætis- og dómsmálaráðherra var komið hér á blað mundi hann líka svara fyrir þau faglegu málefni sem undir hann heyra sem forsætisráðherra. Þegar samkomulagið lá fyrir milli þingflokksformanna var í því sá misskilningur falinn, þ.e. ólíkur skilningur okkar þingflokksformanna annars vegar og hins vegar forsætisráðherra, að hann ætti ekki að vera hér til svara.

Til að samkomulagið haldi og sé virt er afar mikilvægt að úr þessu verði skorið og að hæstv. forsætisráðherra svari hér fyrir þau mál (Forseti hringir.) sem undir hann sannarlega heyra sem forsætisráðherra.