144. löggjafarþing — 4. fundur,  12. sept. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[14:01]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég þakka forseta fyrir svörin jafn langt og þau ná. Ég treysti því að hæstv. forsætisráðherra virði forseta Alþingis svars þó að hann virði ekki formenn annarra stjórnmálaflokka svars.

Ég árétta að hafi slíkt svar ekki borist tel ég ekki að umræðu um þetta dagskrármálefni geti lokið á þingfundi í dag því að það er þá vanreifað og getur ekki að svo komnu máli gengið til nefndar, ekki fyrr en það hefur fengið fullnægjandi umfjöllun í þingsal.