144. löggjafarþing — 4. fundur,  12. sept. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[14:41]
Horfa

Brynhildur S. Björnsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Ég þakka ágætt svar hæstv. ráðherra en ég er hrædd um að hún hafi aðeins misskilið mig. Hérna eru vissulega ekki til umræðu barnalögin eða hvort umgengnisforeldrar eigi að njóta barnabóta eða ekki, við erum ekki að ræða það, við vitum að þeir gera það ekki. Ég er einungis að spyrja hæstv. ráðherra hver hún telur áhrifin af þessum fjárlögum vera og þá er ég auðvitað að vísa til þess sem heyrir undir ráðuneyti hennar, ég er að vísa til barnabóta sem bóta sem helmingurinn af foreldrum njóta en aðrir ekki og við vitum það. Matarkarfan hækkar jafn mikið hjá umgengnisforeldrum og öðrum en það eru engar mótvægisaðgerðir.

Kom til tals hvaða áhrif frumvarpið mun hafa á þennan hóp sem er í dag orðinn einn fátækasti hópur á Íslandi?