144. löggjafarþing — 4. fundur,  12. sept. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[14:46]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegi forseti. Það hefur margítrekað komið fram að það er einföld ríkisábyrgð á skuldbindingum sjóðsins. Ég hef ítrekað það og fjármálaráðherra hefur ítrekað það og fyrri ráðherrar í fyrri ríkisstjórnum hafa líka ítrekað það.

Fjármálaráðherra hefur farið yfir og metið raunar hver gæti hugsanlega orðið afleiðing hinna ýmsu mála sem er verið að höfða og tengjast meðal annars skuldbindingum Íbúðalánasjóðs. Stjórnvöld hafa farið mjög vel yfir þetta eins og sást greinilega þegar kom nýlega álit frá EFTA-dómstólnum að þar hafa Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið ásamt fjármálaráðuneytinu unnið saman og gert það mjög vel.