144. löggjafarþing — 4. fundur,  12. sept. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[14:58]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Ég er með eina spurningu fyrir hæstv. ráðherra. Hún hefur boðað að fjögur frumvörp frá henni verði lögð fyrir þingið í haust. Ég tók eftir því að frumvarp til laga um lögfestingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar fyrir fatlað fólk vantar í þann pakka. Ég vil inna ráðherrann, sem ber skylda samkvæmt gildandi samþykktum að leggja fram þetta frumvarp fyrir árslok 2014, eftir því hvað þessu frumvarpi líði og hvernig vinna við það hefur gengið frá því að ráðherrann tók við málaflokknum.