144. löggjafarþing — 4. fundur,  12. sept. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[17:49]
Horfa

Brynhildur S. Björnsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra hvað honum finnist um að þverpólitísk nefnd — sem skipuð var til að kortleggja sóknarfæri íslensks atvinnulífs á sviði grænnar atvinnusköpunar, skilaði rúmum 50 tillögum, að mig minnir, um hvernig við getum meðal annars aukið vistvæn innkaup, aukið umhverfisvænan lífsstíl, grænan samkeppnissjóð og fleira — hafi verið færð undir forsætisráðuneytið, undir menningararf, í stað umhverfisráðuneytis. Mig langaði jafnframt að spyrja hæstv. ráðherra hvernig í ósköpunum grænt hagkerfi geti fallið undir vernd sögulegra og menningartengdra byggða, fornleifa og fleira. Mig langar líka að spyrja hvort þetta samræmist áherslum hæstv. ríkisstjórnar um mikilvægi þess að efla grænt hagkerfi og hvaða skilaboð þetta séu.