144. löggjafarþing — 4. fundur,  12. sept. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[21:24]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Varðandi virðisaukaskattinn. Nú nefnir hæstv. fjármálaráðherra að margir liðir séu undanskildir, eins og heilbrigðisþjónusta og fleira slíkt, (Gripið fram í: 1/3.) 1/3. Við virðumst því í rauninni vera með þrjú þrep. Það er 0% og svo efra og neðra þrepið. Við erum með þrjú þrep. Er þá hugmyndin að allt sem er núna í neðsta þrepinu, 0%-þrepinu, fari upp í þetta svokallaða neðra þrep, ef það eiga bara að vera tvö þrep? Sjálfstæðismenn segja mér að markmiðið sé að færa þetta á endanum saman í eitt þrep, á það alltaf að vera í þessu eina þrepi, ef stefnan er að fara þangað, eða eiga að vera tvö þrep, 0%-þrep og virðisaukaskattur?