144. löggjafarþing — 6. fundur,  16. sept. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[14:40]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég mun fara betur yfir þetta mál í ræðu minni á eftir. Hitt atriðið sem ég ætla að nefna í stuttu andsvari er það sem kemur fram hér líka um afnám af virðisaukaskattsskyldu á fólksflutninga og þá áhrifin sem það hefur á íþróttafélög og íþróttastarfsemi. Það eru engir aðrir sem borga ferðalög íþróttafélaga, sem verða sett í 12% virðisaukaskattsþrep núna ef þessar breytingar ná fram að ganga, en iðkendurnir sjálfir, þeir sem ferðast með rútunni.

Hér er lagt til að 12% virðisaukaskattur leggist ofan á rútuferðir íþróttafélaga, svo dæmi sé tekið, þegar farið er öðruvísi en með áætlun. Ef farið er með strætó er það virðisaukaskattsfrjálst, ef farið er með flugi er það virðisaukaskattsfrjálst en ef farið er í ferð eins og flestallar ferðir eru farnar leggst á það 12% virðisaukaskattur.

Þetta er bara einfalt reikningsdæmi. Ferð sem kostar 1 millj. kr. með 40 manns innan borðs hækkar um 120 þús. kr. Svo get ég eftirlátið það (Forseti hringir.) hæstv. fjármálaráðherra að reikna út hvað það þýðir fyrir hvern einstakling (Forseti hringir.) og segjum sem svo (Forseti hringir.) að hver einstaklingur fari sex svona (Forseti hringir.) ferðir á ári.