144. löggjafarþing — 6. fundur,  16. sept. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[14:49]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Svarið við þessari síðustu spurningu er: Tekjulægstu hóparnir verja sambærilegu hlutfalli af útgjöldum sínum í matarinnkaup og aðrir tekjuhópar. Það er svarið.

Ég vek athygli hv. þingmanns á því að þegar fjölskylda ver um 15–16% útgjalda sinna til matarinnkaupa ver sama fjölskylda 84–85% af útgjöldum sínum í aðra hluti.

Það er sagt að ekki sé horft til tekjulægstu hópanna. Hér eru dæmin í fylgiskjali I. Það er sama hvort horft er á barnlaus hjón, barnlausan einstakling, einstætt foreldri með tvö börn, annað yngra en sjö ára, hjón með tvö börn — allir þessir hópar koma betur út úr útreikningum á áhrifum frumvarpsins á þeirra kjör.