144. löggjafarþing — 7. fundur,  17. sept. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[15:54]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Já, það er alveg frábært að vörugjöldin séu farin. Nú hefur hæstv. fjármálaráðherra boðið upp í dans. Hann sagði í ræðu alveg við lok 1. umr. um fjárlagafrumvarpið — nei, fyrirgefðu, það var ekki í lokin, það var miklu fyrr. Hann sagði að það mætti skoða aðrar mótvægisaðgerðir og fara ofan í saumana á þeim. Ef það á að fara í það á næsta ári að afnema tolla á matvæli er eins gott að við förum að vinna þetta strax. Fyrst sú mótvægisaðgerð væri einn af möguleikunum til að matvælaverð hækkaði ekki í þessu frumvarpi, ættum við þá ekki bara í sameiningu, hæstv. ráðherra, að skoða hvernig hægt væri að gera það, hvernig þyrfti að hugsa um það og hvernig við náum því markmiði á næsta ári? Það er ekki seinna vænna að byrja að skoða það.