144. löggjafarþing — 7. fundur,  17. sept. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[16:49]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er ekkert mjög flókið. Málið er hér inn komið vegna þess að það fór um ríkisstjórn og í gegnum báða stjórnarflokkana.

Hefur fjárlagafrumvarp tekið breytingum í meðförum þingsins sögulega séð? Ég man ekki betur. Ég man ekki betur en að við 2. umr. fjárlaga hafi þurft að gera uppfærslur á tekjuhlið og eftir atvikum aðlaganir á gjaldahlið eftir því sem menn hafa séð ástæðu til. Við sendum fjárlagafrumvarpið og önnur mál út til umsagnar til að leita sjónarmiða, til að fá fleiri augu til þess að renna yfir málin. Ég geri alveg eins ráð fyrir því að eins og vant er verði hlustað eftir slíkum umsögnum og að svo lengi sem menn nái meginmarkmiðum sínum sé hægt að taka mark á þeim.

Þegar menn eru að vinna að því að bæta hag heimilanna og auka ráðstöfunartekjurnar, styrkja heimilin eftir erfið ár, er (Forseti hringir.) aðalatriðið að menn séu sammála um það meginmarkmið. Það er enginn ágreiningur um það.