144. löggjafarþing — 8. fundur,  18. sept. 2014.

gagnrýni forustu ASÍ á fjárlagafrumvarpið.

[10:37]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Hæstv. forsætisráðherra undrar sig á því að forseti Alþýðusambandsins og miðstjórn Alþýðusambandsins skuli álykta með þeim hætti sem þau gera. Kann ekki ástæðan að vera að þeim kaupmætti sem hæstv. forsætisráðherra gumar sig af er gríðarlega misskipt? Kaupmáttarbati, sem mögulega er hægt að reikna af þessu fjárlagafrumvarpi, kemur síst því fólki í hag sem er í Alþýðusambandinu. Er það ekki ljóst af öllu að verið er að skerða réttindi starfsfólks innan Alþýðusambandsins? Það er verið að auka álögur á lið sem almenningur ber. Með þessum hætti er skipulega haldið áfram þeirri vegferð ríkisstjórnarinnar að flytja byrðar yfir á allan almenning, óháð því hvað fólk ber úr býtum, en létta á móti álögum af þeim sem best standa í landinu. Það er ályktun miðstjórnar Alþýðusambandsins (Forseti hringir.) og það er sú gagnrýni sem við höfum sett fram á fjárlagafrumvarpið og stefnu ríkisstjórnarinnar.