144. löggjafarþing — 8. fundur,  18. sept. 2014.

svör við atvinnuumsóknum.

[10:57]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegi forseti. Það er alveg skýrt samkvæmt stjórnsýslulögum að við hjá hinu opinbera svörum þeim erindum og atvinnuumsóknum sem til okkar berast. Það hefur ekki verið lagaleg skylda hjá öðrum atvinnurekendum að svara atvinnuumsóknum.

Nú eru fram undan kjarasamningar. Það hefur verið almennt viðhorf hér á Íslandi að mikilvægt sé að aðilar vinnumarkaðarins komi sér saman um það hvernig þeir vilji starfa. Ég held að við getum hér bara hvatt bæði atvinnurekendur og verkalýðsfélög til að taka það upp sem reglu að svara atvinnuumsækjendum þegar þeir sækja um störf.