144. löggjafarþing — 9. fundur,  22. sept. 2014.

nauðungarsala.

7. mál
[16:22]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta er mjög gott og þarft mál. Það þýðir að þeir sem hafa sótt um leiðréttingu ríkisstjórnar á höfuðstólslækkuninni munu fá skjól fram til 1. mars þegar ætti að vera búið að úrskurða um og taka af allan vafa um það hvort fólk fær leiðréttinguna eða ekki. Píratar munu klárlega styðja slíkt.

Við leggjum fram breytingartillögu um að víkka út þann hóp sem getur fengið þetta skjól til þeirra sem eru með verðtryggt lán. Ég mun benda á það betur á eftir þegar ég fjalla um breytingartillöguna.