144. löggjafarþing — 11. fundur,  23. sept. 2014.

umferðarlög.

102. mál
[15:08]
Horfa

Hjálmar Bogi Hafliðason (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka ráðherranum svörin. Af því að ráðherrann nefndi einmitt í framsögu sinni og áðan í andsvari að þetta frumvarp væri meðal annars til að skerpa á öryggiskröfum og fjalla um brýna þætti mundi ég nú telja að notkun reiðhjólahjálma eftir 15 ára aldur eða almennt að notkun reiðhjólahjálma sé brýnn þáttur. En ég er sammála ráðherranum um það að hér í andsvörum munum við kannski ekki ræða um hjálmanotkun almennt.