144. löggjafarþing — 11. fundur,  23. sept. 2014.

framtíðargjaldmiðill Íslands.

15. mál
[15:29]
Horfa

Hjálmar Bogi Hafliðason (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þingmanninum varð tíðrætt um mannsheilann og það er nú tilhneiging mannsheilans að vilja skilja hlutina. Þess vegna ákvað ég að spyrja þingmanninn, eftir lestur þingsályktunartillögunnar og eftir að hafa hlustað á ræðuna sem var á margan hátt góð: Hvað er það sem Björt framtíð vill gera og hvernig? Mér finnst það vanta aðeins inn í þennan pakka. Ég er með þannig heila að ég vil skilja hlutina og spyr þess vegna að því: Hvað er það sem Björt framtíð vill gera í þessum málum?