144. löggjafarþing — 11. fundur,  23. sept. 2014.

hagnýting internetsins og réttindavernd netnotenda.

16. mál
[16:42]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Þetta er svo gríðarlega mikilvægt varðandi lagalega umhverfið.

Svo er annað ferli sem á alveg eftir að eiga sér stað. Við þurfum í raun og veru að þjálfa námsmenn í lögfræði á Íslandi í að vinna með nútímalög. Það er svo sérstakt við heiminn í dag að við getum t.d. ekki verndað í alvörunni, þó að við höfum lög til þess, okkur Íslendinga gegn því að aðrar þjóðir taki allar upplýsingarnar okkar. Við getum aftur á móti gert þeim erfiðara fyrir með því að setja dómafordæmi sem ég held að sé mjög mikilvægt. Segjum til dæmis að bandarísk yfirvöld krefjist þess að fá afhent gögn sem eru hýst á Íslandi — hvernig munu íslenskir dómarar tækla það? Það er svo margt spennandi fram undan.

Mér finnst mjög mikilvægt og ég mundi vilja sérhæfingu í því hvernig við þjálfum lögfræðinga í að skoða mál sem eru tæknilega flókin og spanna yfir stórt svið og hafa ekki bara með Ísland að gera.