144. löggjafarþing — 12. fundur,  24. sept. 2014.

vísun skýrslna til nefnda.

[15:01]
Horfa

Forseti (Kristján L. Möller):

Með bréfi, dagsettu 23. september sl., hefur forseti óskað eftir því, samanber ákvæði 8. töluliðar 1. mgr. 13. gr. þingskapa, við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að hún fjalli um eftirfarandi skýrslur Ríkisendurskoðunar: skýrslu um viðskipti heilbrigðisyfirvalda við Heimilislæknastöðina ehf., skýrslu um stjórnun og rekstur Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands, skýrslu um samninga um símenntunarmiðstöðvar, skýrslu um Framkvæmdasýslu ríkisins, skýrslu um úthlutanir forsætisráðuneytis af safnliðum fjárlagaárin 2012–2014, skýrslu um sjálfseignarstofnanir og sjóði, skýrslu um Vinnumálastofnun, skýrslu um innheimtu opinberra gjalda, skýrslu um þjónustusamninga Barnaverndarstofu og lok þeirra, skýrslu um þjónustu við fatlaða og skýrslu um framkvæmd og utanumhald rammasamninga.

Með bréfi, dagsettu 23. september sl., hefur forseti einnig óskað eftir því, samanber ákvæði 8. töluliðar 1. mgr. 13. gr. þingskapa, við fjárlaganefnd að hún fjalli um skýrslu Ríkisendurskoðunar um ársáætlanir stofnana 2014 og stöðu fjárlagaliða í lok maí.