144. löggjafarþing — 12. fundur,  24. sept. 2014.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

75. mál
[16:10]
Horfa

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Bjarnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég skal kalla eftir upplýsingum um stöðu mála frá fjármálaráðuneyti fyrir morgundaginn. Þetta mál verður væntanlega til umræðu aftur á morgun ef á að afgreiða það fyrir vikulok.

Mér þykir vænt um að heyra það frá vörum hv. þingmanns að hann deili skoðunum mínum um alvarleika og nauðsyn sparnaðar með mér. Það þarf að sjá til þess að lífeyrismál verði ekki bráðalækningamál á þingi vegna þess að öldrun er fyrirsjáanleg og líkur á örorku eru sömuleiðis nokkuð fyrirsjáanlegar. Ég vona að þingheimur horfi á lífeyrismál af alvöru og tryggi að landsmenn geti búið við góð lífskjör jafnvel þó að starfsævi ljúki.

Ég skal kalla eftir því að frekari upplýsingar liggi fyrir á morgun. Meiru get ég ekki svarað að sinni.