144. löggjafarþing — 12. fundur,  24. sept. 2014.

útreikningur nýrra neysluviðmiða fyrir íslensk heimili.

18. mál
[17:44]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar til þess að byrja á því að þakka hv. þingmanni fyrir mjög þarfa og flotta þingsályktunartillögu.

Í skýrslu velferðarráðuneytis frá árinu 2011 um íslensk neysluviðmið, ég las ég mér aðeins til, er dæmigert viðmið fyrir útgjöld einstaklings sem býr í eigin húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og er talað að um húsnæðiskostnaður sé 72.972 kr. Mér finnst það eiginlega ekki í tengslum við raunveruleikann. Ég spyr þess vegna hv. þingmann hver afstaða hennar er til þessara útreikninga og líka hvort þingmaður telur nægilega tryggt að sú vinna sem mælt er fyrir um í tillögunni byggi á raunverulegum þörfum fólks.