144. löggjafarþing — 12. fundur,  24. sept. 2014.

útreikningur nýrra neysluviðmiða fyrir íslensk heimili.

18. mál
[17:47]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar að þakka hv. þingmanni aftur fyrir góð svör.

Mér finnst þetta frábær hugmynd með að reiknilíkön útreikninganna verði gerð opinber. Það er mjög nauðsynlegt að þetta sé gagnsætt og fólk geti fylgst með og skoðað hvernig verið er að reikna þetta út.

Mig langar til að spyrja hv. þingmann hvort henni finnist ástæða til í framhaldi af þessu, ég vona að þetta finni góðan farveg, að lögfesta einhvers konar lágmarksviðmið sem bætur almannatryggingakerfisins og laun mega ekki fara undir.