144. löggjafarþing — 13. fundur,  25. sept. 2014.

jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku.

107. mál
[13:55]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Mér fannst hæstv. ráðherra skauta nokkuð létt fram hjá spurningu hv. þm. Kristjáns L. Möllers um það hvort fyrirhuguð hækkun á neðra þrepi virðisaukaskattsins mundi í reynd éta upp þá lækkun sem þeir fá á köldu svæðunum samkvæmt því frumvarpi sem hér um ræðir. Hæstv. ráðherra gerði það með því að hvetja nefndina til þess að velta fyrir sér samspili breytingar á virðisaukaskattinum og efni þessa frumvarps.

Mig langar þess vegna til að ítreka spurninguna: Er það svo að mati hæstv. ráðherra að fyrirhuguð hækkun á neðra þrepi virðisaukaskattsins leiði til þess að lækkunin sem íbúar á köldu svæðunum gætu fengið að því frumvarpi samþykktu sem við nú ræðum ést hreinlega að öllu leyti upp?