144. löggjafarþing — 13. fundur,  25. sept. 2014.

hlutafélög o.fl.

12. mál
[14:11]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ábendinguna. Við munum skoða það.

Ég vil hins vegar ítreka það sem fram kom í umræðunni áðan um kennitöluflakk og lýsa því sem minni skoðun. Við erum í upplýsingaöflun um umfang þess vanda sem svokallað kennitöluflakk er. Við höfum þegar fengið upplýsingar sem ég deildi með hv. þingmönnum hér í umræðunni og ætla ekki að endurtaka. Ég vil sjá hópinn klára vinnuna, sem ég boðaði að mundi gerast á allra næstu vikum, svo við séum með allar þær upplýsingar sem fyrir liggja þegar við förum að koma með aðgerðir til að ráðast beint að þessum vanda til þess að við séum ekki að framkvæma eitthvað sem mun svo koma fram í vinnunni. En hafi nefndin áhuga á að skoða þetta við vinnslu þessa frumvarps geri ég að sjálfsögðu engar athugasemdir við það.