144. löggjafarþing — 13. fundur,  25. sept. 2014.

ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi.

11. mál
[15:19]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þm. Pétri H. Blöndal fyrir ræðu hans.

Ég vildi inna hv. þingmann eftir kröfunni um eigið fé, hvort honum finnist hún, að öllu öðru óbreyttu, ásættanleg í þessu frumvarpi. Við getum verið sammála um að það sé almennt hið versta mál að vera með svona ívilnanir. Telur hv. þingmaður að hægt sé að sætta sig við 15% eigið fé fyrirtækja sem ætla að leggja út í svona rekstur sem er á nippinu með að bera sig? Hvað finnst honum um þá eiginfjárkröfu? Er hún hæfileg? Í öðru lagi: Finnst honum ekki að það þurfi að gera einhverjar kröfur um uppruna fjármagnsins? Að lokum hvort ekki þurfi að gera kröfu um jafnvægi í gjaldeyrisbúskap þjóðarinnar.