144. löggjafarþing — 14. fundur,  6. okt. 2014.

vangoldinn lífeyrir hjá TR.

[15:35]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með hv. þm. Helga Hjörvar, ég held að það sé mjög mikilvægt að farið sé að þeim ábendingum sem koma fram í áliti umboðsmanns Alþingis. Ég hef þegar óskað eftir því við Tryggingastofnun að hún fari yfir umfangið og kynni síðan í framhaldinu hvernig hún hyggst bregðast við þessum úrskurði.

Í öðrum tilvikum þegar svona mál hafa komið upp hafa menn miðað við almennar fyrningarreglur sem snúa að svona kröfum. Ég tek undir það sem þingmaðurinn segir hér, ég held að það sé mjög brýnt að farið verði vel yfir þetta og við förum eftir því sem kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingis.