144. löggjafarþing — 15. fundur,  7. okt. 2014.

umboðsmaður skuldara.

159. mál
[15:20]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra kærlega fyrir svarið. Það var skýrt og gott. Ég hlakka líka til að sjá hvernig umræðan verður í nefnd. Ég vil nefna það svona í framhjáhlaupi að mér þætti betra að þeir nefndarfundir væru opnir vegna þess að þá gæti almenningur fylgst betur með. Það varðar kannski ekki þetta mál sérstaklega og ég óska ekki svara frá hæstv. ráðherra við þessu andsvari.

Að lokum legg ég til að fundir fastanefnda Alþingis verði að jafnaði opnir.