144. löggjafarþing — 16. fundur,  8. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[18:19]
Horfa

Flm. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er gert ráð fyrir því í lögunum að hver verslun borgi 50 þús. kr. leyfisgjald til þess að standa undir slíkum kostnaði. Það er alveg búist við því. Auk þess munu æskulýðsfulltrúar, fulltrúar íþróttafélaganna og foreldrar fylgjast með. Ungt fólk er hreinskilið og það mun fréttast snemma ef þeir sem eru undir lögaldri geta keypt áfengi í einhverri verslun, það er nokkuð ljóst.

Ég legg áherslu á það ég man ekki enn þá eftir þeirri vínbúð sem hefur fengið sekt eða misst söluleyfi fyrir að selja fólki undir aldri áfengi. Svo skal hver spyrja sig hvað hann þekkir marga sem hafa gert slíkt.