144. löggjafarþing — 16. fundur,  8. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[18:21]
Horfa

Flm. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessa umfjöllun. Ég get alveg tekið undir það að þarna séu viss atriði sem rétt sé að velferðarnefnd fjalli um og þess vegna mun ég mögulega óska eftir umsögn hennar á málinu. En allsherjar- og menntamálanefnd er með víðtækasta snertingu við málið og þess vegna held ég mig við að þangað eigi það að fara.

Ég tel að besti árangurinn í lýðheilsumálum sem að þessu snýr sé í gegnum menntakerfið. Þar þurfum við að nálgast unga fólkið og foreldrana. (Gripið fram í.) Svo er þetta náttúrlega allsherjarmál heilt yfir. (Gripið fram í.)

Umsögn velferðarnefndar um málið yrði vel þegin.