144. löggjafarþing — 16. fundur,  8. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[18:49]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er hárrétt hjá hv. þingmanni að forsendur þess að frjáls samkeppni virki er sterkt ríkisvald, sterk lög og sterkar eftirlitsstofnanir. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því að um þessar mundir sé verið að grafa undan þessu, einkanlega eftirlitsstofnununum. Við það eru það sérhagsmunirnir og hinir stóru á mörkuðunum, einokunarrisarnir, sem hagnast og hinir smáu verða undir.

Ég vil líka nefna hér í lokin og vara sérstaklega við því viðhorfi sem kom fram fyrr í umræðunni af hálfu annars þingmanns um það að fíklar væru einhver föst stærð, það væru 5–10% og við því væri ekkert að gera. Það er mikil einföldun á því sem við höfum kallað áfengispólitík og lýðheilsusjónarmið. Sannarlega verður að fjalla (Forseti hringir.) um þann alvarlega þátt þessa máls af meiri alvöru en gert var í (Forseti hringir.) þeim orðum.