144. löggjafarþing — 16. fundur,  8. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[19:10]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Neyslumynstrið skiptir máli, en reynslan sýnir engu að síður að þrátt fyrir breytt neyslumynstur — við Íslendingar drekkum til dæmis meira af léttvínum og bjór en áður — þá er sú breytta neysla að koma ofan á hitt og hefur sýnt sig að neyslan hefur aukist jafnframt og samhliða breytingum á neyslumynstrinu. Þetta segja mér þeir sérfræðingar sem hafa verið að rýna í tölurnar.