144. löggjafarþing — 16. fundur,  8. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[19:23]
Horfa

Flm. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Ögmundur Jónasson hefur líka áhyggjur af því að ekkert vöruúrval verði á Patreksfirði. Hefur hann engar áhyggjur af því að það er til dæmis ekkert vöruúrval í 50 öðrum byggðarkjörnum í landinu í dag? Það þarf ekki að selja nema eina tegund til að auka framboðið þar um 100%. Hefur hann einhverjar áhyggjur af því fólki eða bara af íbúum Patreksfjarðar? Aðrar verslanir en matvöruverslanir mega taka þetta að sér, t.d. byggingarvöruverslanir. Byggingarvöruverslunin á Patreksfirði hefur um árabil séð um að leigja ÁTVR húsnæði undir áfengissölu og fór þá fyrst að selja nagla og hamar. Það vissi enginn að verslunin var til. (Gripið fram í.)

Ef við tölum um neytendur: Telurðu að ekki geti verið hagur í því fyrir þá að styrkja verslun í minni plássum með auknu framboði af annarri vöru og hagstæðari rekstri í því?