144. löggjafarþing — 16. fundur,  8. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[19:24]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil ekki styrkja það með þessum hætti. Staðreyndin er sú að smáir byggðarkjarnar njóta þess, njóta samlegðaráhrifanna af því að vera í þessu stóra forlagi, það er nú bara staðreynd. ÁTVR hefur haft þá stefnu að tryggja að það séu að lágmarki 150–170 tegundir á hverjum stað.

Hef ég ekki áhyggjur af byggðarkjörnum sem ekki hafa slíka þjónustu? Ég vil hafa jafnræði með landsmönnum í þessu efni og það er það sem hefur verið að breytast á undanförnum árum og er enn að breytast. Það er að gerast að jafnræði ríki með landsmönnum hvað þetta snertir. Menn gera mikið úr því að á sumum stöðum sé afgreiðslutími stuttur. Ég held að þetta sé yfirleitt ekki vandamálið, ég held ekki. Ég hef heyrt fjölda fólks tjá sig um þetta mál og það hefur miklu meiri áhyggjur af því frumvarpi og þeim breytingum sem hv. þingmaður er að leggja til.