144. löggjafarþing — 17. fundur,  9. okt. 2014.

ummæli ráðherra í Kastljósi.

[11:09]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegi forseti. Það er auðvitað ekki í verkahring ráðherra frekar en alþingismanna að segja öðrum stéttum fyrir verkum. Aðspurður var ég að lýsa skoðun minni á viðkomandi viðtali. Ég er þeirrar skoðunar að fjölmiðlamenn, eins og allir aðrir, séu ekki hafnir yfir gagnrýni og eðlilegt sé að ræða efnistök þeirra á einstaka málum. Mér finnst það fullkomlega eðlilegt. Ég verð bara að segja eins og er að það að benda á að það sé þá eðlilegt að menn sem sækja mjög hart fram, að mínu mati á nokkuð einhliða hátt, lýsi með málefnalegum hætti aðkomu sinni að málinu og tengslum. Ég held að það sé bara gegnsærri umræðu í samfélaginu til bóta, ég verð að segja alveg eins og er.