144. löggjafarþing — 17. fundur,  9. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[12:09]
Horfa

Flm. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir innlegg sitt í umræðu um þetta mál. Mig langar að spyrja hann hvort aðstæður hafi verið bornar saman í þeim rannsóknum sem hann fór yfir. Hvaða aðstæður eru hér á landi og hvaða aðstæður voru í öðrum löndum? Það þarf líka að taka tillit til aðstæðna í löndum sem lönd eiga landamæri að og annað slíkt.

Hann talaði um að áfengisstefnan skipti miklu máli í þessu. Er hann ekki sammála því að við þurfum fjármuni til að framfylgja þeirri stefnu? Hefur takmarkað aðgengi að löglegu áfengi áhrif á notkun annarra vímuefna, t.d. ólöglegra vímuefna og löglegra sem seld eru á annan hátt? Er hann með einhverjar tölur yfir það líka?

Ég vitnaði í rannsókn frá vísindamönnum við læknaháskólann í New York þar sem segir að Noregur sé með mun betri áfengisstefnu en Svíar, en (Forseti hringir.) þar er 4,6% bjór leyfður í verslunum.