144. löggjafarþing — 17. fundur,  9. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[12:20]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og ég tók fram í ræðu minni vék ég að því hvaða nefndir kæmu helst til álita hvað varðar umfjöllun um málið. Ég tel að færa megi ágæt rök fyrir því að þetta sé lýðheilsumál sem mætti ganga til velferðarnefndar. Málið er til komið vegna breytinga á lögum sem efnahags- og viðskiptanefnd hefur fjallað um. Efnahags- og viðskiptanefnd fjallaði til dæmis á síðasta þingi um breytingar á þessum sömu lögum og því má færa rök fyrir því að hún taki við málinu og fjalli um það. Vissulega mætti síðan senda það til umsagnar til allra þeirra nefnda sem geta lagt eitthvað af mörkum.