144. löggjafarþing — 17. fundur,  9. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[12:37]
Horfa

Flm. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta innlegg í umræðuna. Það er öllum þingmönnum hollt að skipta um skoðun eftir að hafa skoðað málið og ég fagna því.

Ég vil spyrja hann um aðgengið. Ég tel ekki miklar líkur á að sérverslun með áfengi verði stofnuð í Smáralind, frekar á Laugaveginum, í miðbænum og annars staðar í borginni: Telur hann það minna áreiti að hafa risastóra verslun með glerveggjum fulla af áfengi merkta vínbúð við innganginn í tveimur stærstu verslunarmiðstöðvum landsins? Ef þetta frumvarp nær fram að ganga verður áfengi líklega selt í Hagkaupum í Smáralind og haft algjörlega úti í horni. Ég spyr hv. þingmann: Hvort felur í sér betra aðgengi?