144. löggjafarþing — 17. fundur,  9. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[12:49]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið, við erum greinilega mjög sammála í þessum efnum.

Annað sem ég velti fyrir mér í þessu samhengi, þ.e. ef frumvarpið mundi ná fram að ganga og farið væri að selja áfengi í stórmörkuðum, er hvaða afleiðingar það gæti haft. Þegar maður fer í Bónus eða aðrar búðir þá eru oft mjög ungir krakkar að afgreiða mann. Oft eru bara skólafélagar barna minna, 16, 17 ára gamlir, að afgreiða.

Deilir hv. þingmaður ekki áhyggjum með mér af aðgengi barnanna að þessum vörum ef áfengi fer þarna inn? Deilir hann ekki líka áhyggjum með mér af því að erfiðara verði að hafa eftirlit með lágmarksaldri þeirra sem kaupa áfengi ef það fer þarna inn?