144. löggjafarþing — 17. fundur,  9. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[13:51]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, við erum ekki á sama væng stjórnmálanna og það kristallast kannski í umræðunni um þetta mál. Það er auðvitað þannig að reglur munu áfram gilda. Hér er ekki verið að leggja til að aldurstakmarkið til dæmis detti út. ÁTVR er með álagningu á áfengi, það eru ekki bara skattarnir sem koma til, það er álagning. Vissulega er það þannig að álagning er fyrir hendi af hálfu ÁTVR. En það er alveg rétt að ÁTVR hefur ekki auglýst vöruna sína og hefur ekki massíft haldið henni að fólki eða veitt fólk utan af götu til að koma inn í verslanirnar, alls ekki.

Í þessu máli er lagt til að ákveðinn hluti renni til forvarna og í fræðslu. Tekið er á því með rökum á þeim athugasemdum hv. þingmanns í frumvarpinu. Við erum að gera þetta einfaldlega þannig að einkaaðilum sé falið það verkefni að þeir geti (Forseti hringir.) ef þeir vilja selt áfengi vegna þess að við trúum því (Forseti hringir.) að einkaaðilarnir geti gert þetta betur.